Enginn skólaakstur í verkfalli

Vegna yfirvofandi verkfalls hjá strætóbílstjórum á morgun, fimmtudaginn 30. apríl eru nemendur í FSu og forráðamenn þeirra beðnir um að fylgjast vel með fréttum um kjaraviðræður.

Ef af verkfalli verður, þá verður enginn skólaakstur frá klukkan tólf á hádegi til miðnættis, fimmtudaginn 30. apríl og þurfa nemendur þá að gera eigin ráðstafanir vegna heimferðar.

Fyrri greinGarpur gaf skólakrökkum buff
Næsta greinSkoða tólf herbergja hótel í Austurey