Enginn samdráttur á Selfossi

Sverrir Einarsson í Húsasmiðjunni á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Á meðan berast fréttir af samdrætti í verslun og þjónustu annars staðar af landinu virðist ekki vera neinn samdráttur á Selfoss. Svo mikill uppgangur er á Selfossi um þessar mundir og er að byggt er á öllum lóðum og nánast engar lausar lóðir eru í boði.

Sverrir Einarsson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á Selfossi segir að enginn samdráttur sé á Selfossi. „Þvert á móti þá hefur verið talsverð aukning hjá okkur á árinu. Það er stórt hlutfall af timbri og plötum og fleiri byggingarflokkum hjá fyrirtækinu sem kemur á Selfoss. Þetta er er búið að vera frábært ár hjá okkur í Húsasmiðjunni á Selfossi og verður vonandi þannig áfram,“ segir Sverrir.

Í síðustu viku fór íbúatalan í Árborg yfir tíu þúsund. Árborgum fjölgar um sirka einn á dag. Aðspurður hver hann telji vera ástæðuna fyrir þessari miklu íbúafjölgun segir Sverrir að það sé margt sem gerir Árborgarssvæðið að góðum stað til að búa á. „Frábært íþróttalíf, nálægðin við sveitina, persónulegri þjónusta þar sem flestir þekkjast, nálægð við höfuðborgina og auðvitað hefur fasteignaverð mikil áhrif,“ segir Sverrir að lokum.

Í byrjun desember verða auglýstar fleiri íbúðarhúsalóðir í Björkurstykkinu á Selfossi og má ætla að þær verði eftirsóttar. Þá er sveitarfélagið að vinna að því að auglýsa „stakar“ lausar lóðir hér og þar í eldri hverfum Selfoss. Hús eru farin að rísa í nýja miðbænum og verið að hefja byggingu leikskóla, hjúkrunarheimilis og fjölnota íþrótthúss á Selfossi og því má ætla að þessi mikli uppgangur í sveitarfélaginu haldi áfram.

Fyrri grein„Fyrir alla sem hafa gaman af því að hlæja“
Næsta greinÖruggur heimasigur Selfyssinga