Enginn ók ölvaður heim

Lögreglan á Hvolsvelli hefur uppi mikið eftirlit með bílstjórum á þorrablótum í umdæminu en þrjú slík fóru fram um helgina.

Þrjú þorrablót voru um sl. helgi og fóru þau öll vel fram að sögn lögreglu. Um var að ræða þorrablót í Vík í Mýrdal, Gunnarshólma í Austur-Landeyjum og að Brúarlundi í Landsveit.

Enginn var tekinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum í tenglsum við þessar skemmtanir og er Hvolsvallarlögreglan hæstánægð með það.