Enginn með staðfest smit á Suðurlandi

Björgunarmiðstöðin á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Enginn er veikur í einangrun á Suðurlandi í dag vegna COVID-19 að sögn Hjartar Kristjánssonar, sóttvarnarlæknis suðurumdæmis.

Fram kom á blaðamannafundi í dag að tvö smit af þeim 69 sem greinst hafa á Íslandi séu á Suðurlandi en í báðum tilvikum séu smitleiðir á höfuðborgarsvæðinu.

Í síðustu viku var einn einstaklingur veikur í einangrun í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu. Hann fór svo í einangrun heima hjá sér í Reykjavík þegar aðstæður breyttust.

Annar smitaður einstaklingur á lögheimili á Suðurlandi en hann er í einangrun í öðru húsi á höfuðborgarsvæðinu.

„Þannig að mér telst til að akkúrat núna sé enginn með staðfest smit á Suðurlandi, en við erum að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum sem koma seinna í dag og staðan gæti breyst í framhaldi af því,“ sagði Hjörtur í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinUmhverfisvæn áfyllingarstöð opnar á Selfossi
Næsta greinHamar vann Suðurlandsslaginn