Engin veiði í opnuninni

Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs, mundar stöngina undir leiðsögn Guðmundar Maríasar Jenssonar, formanns SVFS.

Laxveiðitímabilið í Ölfusá hófst í morgun. Það var stjórn Stangaveiðifélags Selfoss ásamt gestum sem opnaði sumarið formlega.

Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar, fékk að reyna sig við veiðina en eins og öðrum veiðimönnum dagsins tókst honum ekki að finna fisk.

Þegar sunnlenska.is leit við á árbakkanum í hádeginu var farið að rigna en fiskurinn lét ekki á sér kræla. Þaulvanir veiðimenn á svæðinu voru þó vongóðir og bjartsýnir á gott veiðisumar í Ölfusá.

Fyrri greinTjón á fjárrétt og bílum í Skaftafellssýslu
Næsta greinÞrettán umferðarslys í síðustu viku