Ökumaður Suzuki Vitara bifreiðar hafði samband við lögreglu um kl. 12 síðastliðinn fimmtudag og greindi frá að um hálfri klukkustund áður hafi grárri vörubifreið verið ekið á vinstri afturhlið bifreiðar hans á Biskupstungnabraut þegar ökutækin mættust.
Áreksturinn varð þegar ökutækin mættust og var talsvert tjón á Suzuki bifreiðinni. Þrátt fyrir að rúður hafi brotnað og afturljós farið af sáust engin ummerki á þeim vettvangi sem ökumaður Suzuki bifreiðarinnar benti á.
Með tilliti til þess að áreksturinn gæti hafa átt sér stað neðar á Biskupstungnabraut og jafnvel á Skálholtsvegi biður lögregla alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.