Engin umferðaróhöpp tilkynnt lögreglu

Engin umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku. Tveir voru teknir undir áhrifum og tveir aðrir óku ökuréttindalausir um göturnar.

Helgin var fremur róleg hjá lögreglunni á Selfossi að öðru leyti en því að afskipti voru höfð af tveimur ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir án ökuréttinda. Höfðu þeir báðir verið sviptir ökuréttindum og annar þeirra í þriðja sinn.

Góðu tíðindin eru að í síðustu viku voru engin slys né umferðarhópp tilkynnt til lögreglunnar á Selfossi.

Fyrri greinFSu í basli með Augnablik
Næsta greinRifrildi lauk með kjaftshöggi