Engin smit í sýnatökunni í Sunnlækjarskóla

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Enginn reyndist smitaður af þeim 600 sem mættu sýnatöku vegna COVID-19  í Sunnulækjarskóla á Selfossi í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Sýnatakan í gær gekk mjög vel og var vel haldið utan um alla skipulagningu og allt gekk samkvæmt áætlun. Það er óhætt að hrósa starfsmönnum HSU og öllum öðrum aðilum sem að þessu stóðu, segir ennfremur í tilkynningunni.

Samkvæmt nýjustu tölum eru nú 56 í sóttkví á Selfossi og 7 í einangrun.  Á Suðurlandi öllu eru  114 í sóttkví og 46 í einangrun.

Fyrri greinFækkar um 550 í sóttkví í Árborg
Næsta greinSelfoss fær reyndan hornamann