Engin meiðsli þegar bíll valt út í skurð

Enginn slasaðist þegar bíll með fjórum erlendum ferðamönnum valt útaf Biskupstungnabraut skammt frá Skálholtsvegi á áttunda tímanum í kvöld.

Ökumaður bílsins missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn valt út í skurð.

Ferðamennirnir gátu haldið ferð sinni áfram eftir skoðun sjúkraflutningamanna á vettvangi. Bifreiðin var lítið skemmd og telur lögregla líklegt að hún hafi ekki verið á mikilli ferð þegar óhappið átti sér stað.

Fyrri grein„Þeir eltu okkur allan tímann“
Næsta greinÞrjár bílveltur í vikunni