Engin leið að kenna ferðamönnum um hraðakstur

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Páskahelgin fór almennt vel fram hjá lögreglunni á Suðurlandi. Alls voru 36 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku, að öðrum í páskum meðtöldum.

Allt eru þetta aðilar á íslenskri kennitölu og því engin leið að kenna ferðamönnum um þessar tölur. Einn þessara ökumanna var mældur á 141 km/klst hraða og tveir á bilinu 131 til 140 km/klst.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að nota farasíma án handfrjáls búnaðar.

Sex umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Öll voru þau smávægileg, fyrir utan bílveltu á Suðurlandsvegi við Kotströnd á páskadag. Ökumaðurinn var einn á ferð en slapp með minniháttar meiðsli. Þá slasaðist kona á áttræðisaldri í uppsveitunum á mánudaginn í síðustu viku þegar hún rann í hálku.

Fyrri greinViðvaranir um heimilisofbeldi á rökum reistar
Næsta greinÞrír strokupiltar handteknir í Þykkvabænum