Engin kennsla í FSu í dag

Ekki verður skólaakstur í Víkurskóla í Vík í Mýrdal í dag. Grunn- og leikskólinn verður opinn, en það er foreldra að ákveða hvort þeir sendi börn sín í skólann í dag.

Kennsla getur ekki hafist klukkan átta í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri vegna skólaaksturs.

Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með fréttum.

Kennsla fellur niður í Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag vegna ófærðar á Suðurlandi.

UPPFÆRT KL. 8:03

Fyrri greinBreytingar hjá Búnaðarsambandinu
Næsta greinHeiðin og Þrengslin lokuð