Engin hreppsnefnd lengur hjá Hrunamönnum

Ný samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Hrunamannahrepps var samþykkt á síðasta fundi hreppsnefndar. Í kjölfarið heitir hreppsnefndin nú sveitarstjórn.

Eftir að nýja samþykktin var samþykkt í hreppsnefnd í upphafi mánaðarins var hún send til innanríkisráðuneytisins til staðfestingar og birtingar.

Þar segir í 2. grein að sveitarfélagið Hrunamannahreppur sé sjálfstætt stjórnvald, sem stjórnað er af lýðræðislega kjörinni sveitarstjórn í umboði íbúa sveitarfélagsins. Því er engin hreppsnefnd lengur í Hrunamannahreppi.

Fyrri greinRangæingar réðu ekki við Fjarðabyggð
Næsta greinFrjálsíþróttaliðið í góðum gír fyrir landsmótið