Engin gleði í Hveragerði

Vegna óhagstæðs veðurútlits fellur þrettándagleðin í ár niður í Hveragerði.

Veðurstofan gerir ráð fyrir ríflega 10 stiga frosti og að vindur verði um 10m á sekúndu. „Slíkt er ekki aðlaðandi til útiskemmtanahalds og því þykir rétt að fella hátíðarhöldin niður,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri.

Í Árborg verður þrettándagleðin haldin á fimmtudagskvöld en fólk er þó beðið að fylgjast með útvarpsfréttum. Þar munu bæjaryfirvöld koma skilaboðum á framfæri ef gleðin verður blásin af.

Fyrri greinOrkustofnun veitir rannsóknarleyfi
Næsta greinHólmfríður níunda í kjörinu