Engin flugeldasala í Laugardalnum

Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni mun ekki standa fyrir eiginlegri flugeldasölu í ár.

Björgunarsveitarfólkið mun þess að stað ganga í hús og selja Rótarskot í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands. Jafnframt verður fólki boðið upp á að styrkja Ingunni með framlagi í flugeldasýninguna sem verður á sínum stað við áramótabrennuna á gamlárskvöld.

„Ástæður þessara breytinga eru nokkrar. Salan hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og kröfur verið hertar varðandi sölustaði ásamt því að samkeppnin veldur því okkar litla sala var ekki að standa undir sér,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Ingunni.

Fyrri greinAndlát: Pétur Sveinbjarnarson
Næsta greinÞrjú íbúðarhús og eitt fyrirtæki verðlaunað