Engin Edrúhátíð á Laugalandi

Engin Edrúhátíð verður á Laugalandi í Holtum um verslunarmannahelgina og verður tjaldsvæðið þar því opið líkt og aðra daga í sumar.

Að sögn Engilberts Olgeirssonar, sem rekur tjaldsvæðið á Laugalandi, verður lagt upp úr skemmtilegri fjölskyldustemmningu á tjaldsvæðinu, en ekki verður tekið við unglingahópum á svæðinu.

Þess má geta að SÁÁ stendur ekki fyrir neinni edrúhátíð í ár, en aðrir aðilar halda úti edrúhátíð að Hlöðum í Hvalfirði.

Fyrri greinÁrborg hafði betur í hörkuleik
Næsta greinRifu upp mosa á Þingvöllum