Engin dagskrá á sjómannadaginn

Sjómannadagurinn í Þorlákshöfn. Ljósmynd/olfus.is

Engin dagskrá verður á sjómannadaginn, þann 7. júní, í Þorlákshöfn.

Þar sem nokkur óvissa hefur verið um samkomuhald hefur ekki verið farið af stað í undirbúning fyrir sjómannadaginn í Þorlákshöfn. Þrátt fyrir að neyðarstigi Almannavarna hafi verið aflétt og samkomutakmarkanir séu á undanhaldi hefur verið ákveðið að fella niður hefðbundna dagskrá í ár.

Ölfusingum þykir þetta miður en í ljósi aðstæðna var ekki annað hægt svo stefnt verður að því að halda glæsilega dagskrá að ári.

Fyrri greinSkítamórall með fyrstu stóru tónleika sumarsins
Næsta greinHeimamenn með lægsta tilboðið í hringtorg í Vík