Engin breyting á leigusamningum

Engin breyting varð á fjölda leigusamninga á Suðurlandi í september á milli ára. Í september í fyrra voru þeir 74 og nákvæmlega sami fjöldi í ár.

Þeim fjölgaði hins vegar ym 21,3% á milli mánaða en fjöldi leigusamninga í ágúst var 61. Heildarfjöldi samninga á landinu var 1469 í september 2011 og fjölgar þeim um 12,8% frá ágúst 2011 en fækkar um 5,4% frá september 2010.

Suðurland sker sig úr þegar kemur að stöðugleika og má sem dæmi taka að á Austurlandi var tæplega 40% sveifla milli ára.