Engar vísbendingar um saknæman verknað

Lögregla á Suðurlandi, tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérfræðingar kennslanefndar ríkislögreglustjóra hafa nú lokið vinnu á vettvangi við Heiðarveg á Selfossi þar maður fannst látinn fyrr í dag.

Líkið hefur verið flutt til krufningar en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er dánarorsök óþekkt og mun ekki liggja fyrir fyrr en að aflokinni krufningu. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar munu væntanlega liggja fyrir á mánudag.

Líkið er talið vera af erlendum aðila búsettum á Selfossi.

Ekki hafa fundist vísbendingar sem benda til saknæms verknaðar.