Engar vísbendingar borist lögreglu

Lögreglan á Selfossi hefur ekki fengið neinar vísbendingar um hver maðurinn er sem réðist á unga konu við Selfosskirkju á þriðjudagkvöld.

Eins og sunnlenska.is greindi frá í gær var ráðist á 19 ára konu við bifreiðastæði vestan við Selfosskirkju um kl. 21 á þriðjudagskvöld. Árásarmanninum var lýst sem lágvöxnum í góðu líkamlega formi með derhúfu og í dökkri hettupeysu.

Lögreglan er nú að fara yfir atburðarásina með konunni. Hún var ómeidd eftir árásina en skiljanlega mjög brugðið.