Engar vísbendingar borist lögreglu

Lögreglan á Selfossi fékk á dögunum upplýsingar um að maður hefði orðið fyrir árás þriggja grímuklæddra manna á heimili sínu á Stokkseyri að kvöldlagi í lok september.

Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að mennirnir réðust inn á heimili mannsins á Stokkseyri einhverntíman á bilinu 25. til 27. september og börðu hann með barefli með þeim afleiðingum að hann fingur- og handarbrotnaði.

Lögregla hefur ekki fengið neinar vísbendingar um hverjir árásarmennirnir voru né hver tilgangurinn var.

Málið er í rannsókn og ef einhver veita meira en lögregla nú þegar þá eru upplýsingar mótteknar í síma lögreglunnar á Selfossi í síma 480 1010.

Fyrri greinReyndi að lokka barn inn í bíl
Næsta greinEggert Valur: Aukum framboð á leiguhúsnæði í Árborg