Engar siglingar heimilar í Landeyjahöfn

Mikil umferð smærri báta hefur verið um Landeyjahöfn undanfarið og leggja jafnframt margir leið sína að höfninni landmegin á bílum.

Fólk á öllum aldri, jafnvel mæður með smábörn og mjög roskið fólk hefur sést þar klifrandi í grjótgörðunum innan um stórvirkar vinnuvélar. Engar slysavarnir eru til staðar í höfninni og því skapa óþarfa ferðalög almennings á þessu vinnusvæði mikla slysahættu.

Á heimasíðu Siglingastofnunar er áréttað að enn eru miklar framkvæmdir í Landeyjahöfn og aðliggjandi vegi og öll óviðkomandi umferð bönnuð.

Engar siglingar eru þar heimilar fyrr höfnin hefur formlega verið opnuð og verður þessu banni framfylgt í samráði við lögreglu á svæðinu.

Fyrri greinFór í gönguferð á milli hreppa
Næsta greinPatrick Berger æfir með Selfoss