Engar rannsóknir fyrr en eftir rammaáætlun

Þann 10. maí síðastliðinn veitti Orkustofnun Sunnlenskri orku ehf. rannsóknarleyfi sem nær til jarðhita, grunnvatns o.fl. í Grændal í Ölfusi.

Sunnlensk orka ehf. er 100% í eigu RARIK ohf. og þar með í fullri eigu íslenska ríkisins en Hveragerði og Ölfus seldu Rarik hluti sína í félaginu fyrr á árinu.

Í yfirlýsingu frá Rarik segir að um þetta rannsóknarleyfi hafi spunnist allmiklar umræður sem m.a. hafa tengst vinnu við Rammaáætlun.

Af þessu tilefni lýsir RARIK því yfir að ekki verður farið í neinar rannsóknir á svæðinu fyrr en vinnu við Rammaáætlun er lokið. Hefur Orkustofnun samþykkt það.

Fyrri greinSkruggudalur opnaður á Stokkseyri
Næsta greinRisastór afmælisveisla