Engan sakaði þegar fisþyrlu hlekktist á

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Um hádegi í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um litla fisþyrlu sem hafði hlekkst á í lendingu skammt frá Þingvöllum.

Voru tveir aðilar í fisinu en sakaði ekki.

Rannsóknarnefnd flugslysa var kvödd á vettvang og annast rannsókn ásamt lögreglu.