Endurvinnur slóg til útflutnings

Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur samþykkt beiðni Lýsis hf um tímabundna breytingu á starsfleyfi fyrirtækisins vegna lýsisvinnslu í Þorlákshöfn.

Breytingin felur í sér að fá að taka á móti slógi og endurvinna til útflutnings, tímabundið til reynslu í eitt ár.

Heilbrigðisnefndin telur að tímabundna tilraunaverkefnið rúmist innan núgildandi starfleyfis fyrirtækisins og kalli ekki á breytingar á starfsleyfi.