Endurtekin innbrot í bústaði

Í liðinni viku bárust lögreglunni á Selfossi tilkynningar um innbrot í þrjá sumarbústaði.

Tveir þeirra eru í Heiðabyggðarlandi í Hrunamannahreppi og eru í eigu stéttarfélags. Þetta er í þriðja sinn sem brotist er þar inn á innan við ári. Í tvö fyrri skiptin náðust þjófarnir með þýfið en þeir sem voru á ferðinni í liðinni viku eru ófundnir. Þeir höfðu á brott flatskjái, einn úr hvoru húsi.

Þriðji bústaðurinn er við Apavatn og er einnig í eigu stéttarfélags. Þaðan var stolið sjónvarpi og heimabíói. Húsin voru öll í útleigu um þar síðustu helgi og innbrotin því átt sér stað í byrjun síðustu viku.

Fyrri greinHreinsað út úr uppboðshúsi
Næsta greinTorgin á Selfossi merkt