Endurskoða Intrum-samninga

Bæjarráð Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að samningar sveitarfélagsins og stofnana þess við innheimtufyrirtækið Intrum verði endurskoðaðir.

Fulltrúar minnihlutans gagnrýndu Sjálfstæðismenn á fundinum fyrir að standa ekki við gefin kosningaloforð um að segja samningum við Intrum upp.

„Það er verið að reyna að ögra okkur til að fara hraðar. Það er stutt síðan fulltrúar annarra flokka voru að kvarta yfir að við hefðum ekki samráð við þau og færum of hratt í að framkvæma loforð. Nú er kvartað yfir því að hægt gangi. Það er alveg ljóst að það er erfitt að gera sumum bæjarfulltrúum alveg til hæfis,“ segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, í Sunnlenska fréttablaðinu.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinBaráttusigur hjá Árborg
Næsta greinEmbætti íþrótta- og æskulýðsfulltrúa lagt niður