Endurnýjaður samningur um frítímastarf í Selfosskirkju

Sveitarfélagið Árborg og Selfosskirkja hafa endurnýjað samning um framkvæmd frítímastarfs í Selfosskirkju. Með samningnum er kveðið á um áherslur í frítímastarfi á vegum Selfosssóknar og gagnkvæmar skyldur samningsaðila varðandi skipulag og framkvæmd á barna- og unglingastarfi.

Þá er einnig verið að festa í sessi samstarf sem verið hefur á milli kirkjunnar og fleiri stofnanna og félaga í bæjarfélaginu.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar og Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur skrifðuðu undir samninginn sem gildir út árið 2019.

Meðal hlutverka Selfossóknar í samningnum er meðal annars að efla barna- og unglingastarf við kirkjuna frá sunnudagaskólaaldri og upp í framhaldsskólaaldurinn, annast sorgarvinnuhóp fyrir ungt fólk, taka þátt í leiðtogaþjálfun unglinga og starfrækja kóra fyrir börn á aldrinum 8-16 ára í samvinnu við Tónlistarskóla Árnesinga.

Fyrri grein(Ó)nýtt landsmót á Selfossi
Næsta greinVerklok við Laugaland tefjast