Endurmeta fasteignir á Nesjavöllum

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur samþykkt að óska eftir endurmati á fasteignum á Nesjavöllum hjá Þjóðskrá Íslands.

„Okkur finnst athyglisvert er hve lágt mat er á jörðinni og hitaréttindum á Nesjavöllum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps.
„Þetta er í það minnsta lágt metið miðað við hve mikið er að hafa upp úr hitaréttindunum.“