Endurlífguðu stúlku á bílastæðinu við sjúkrahúsið

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stúlku sem leitaði aðstoðar lögreglunnar á Suðurlandi vegna vanlíðunar um síðustu helgi var ekið að sjúkrahúsi, en stúlkan hafði greint lögreglunni frá neyslu fíkniefna og áfengis.

Þegar að sjúkrahúsinu var komið, hætti stúlkan að svara lögreglumönnum og hófust þá þegar endurlífgunartilraunir á bílastæði sjúkrahússins.

Þær tilraunir báru árangur og var stúlkunni komið í hendur sjúkraliðs sem einnig var komið á vettvang.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi segir að sautján fíkniefnamál hafi komið upp í umdæminu um síðustu helgi í tengslum við hátíðarhöld helgarinnar, sem annars fóru vel fram.

Fyrri greinSautján fíkniefnamál á Suðurlandi um helgina
Næsta greinGummi Tyrfings kominn heim