Endanlegur listi Samfylkingarinnar

Kjördæmaráð Samfylkingarinnar – Jafnaðarmannaflokks Íslands samþykkti á fundi um síðustu helgi endanlegan lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2013.

Forval fór fram í nóvember og fyrstu fjögur sætin í úrslitunum voru bindandi. Oddný Harðardóttir, alþingismaður og þingflokksformaður Samfylkingarinnar leiðir listann.

Listinn var fyrst birtur eftir kjördæmisráðsfund þann 19. janúar en ein breyting hefur orðið á honum síðan þá þar sem Vilhjálmur Vilhjálmsson í Vestmannaeyjum, sem skipaði 9. sætið er farinn af listanum en inn kemur Gunnar Hörður Garðarsson, nemi í Reykjanesbæ í 10. sætið.

Listinn er sem hér segir:

1. Oddný G.Harðardóttir, alþingismaður, Garði.

2. Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður, Árborg.

3. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Árborg.

4. Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi, Höfn.

5. Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður og bæjarfulltrúi, Sandgerði.

6. Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, Hveragerði.

7. Bergvin Oddsson, nemi, Reykjavík.

8. Borghildur Kristjánsdóttir, bóndi, Rángárþing ytra.

9. Hannes Friðriksson, Innanhúsarkitekt, Reykjanesbæ.

10. Gunnar Hörður Garðarsson, nemi, Reykjanesbæ.

11. Marta Sigurðarsóttir, bæjarfulltrúi, Grindavík.

12. Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri, Sveitafélagið Ölfus.

13. Dagmar Lóa Hilmarsdóttir, Viðskiptafræðingur af alþjóðamarkaðssviði, Reykjanesbæ.

14. Muhammad Azfar Karim, kennari, Rangárþing ytra.

15. Guðrún Ingimundardóttir, stuðningsfulltrúi, Höfn.

16. Ingimundur B. Garðarsson, formaður félags kjúklingabænda, Vatnsendi.

17. Soffía Sigurðardóttir, húsfrú, Árborg.

18. Gísli Hermannsson, fyrrverandi línuverkstjóri, Árborg.

19. Eyjólfur Eysteinsson, Formaður félags eldri borgara á Suðurnesjum, Reykjanesbæ.

20. Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla Hrauni, Kópavogi.

Fyrri grein„Vorum fullir af sjálfstrausti í kvöld“
Næsta greinGunnar furðar sig á 39 klst lögfræðivinnu