Endaði á hjólunum úti í skurði

Fimm stúlkur sluppu án teljandi meiðsla eftir að bíll þeirra fór útaf Biskupstungabraut, skammt austan við Svínavatn, í gærkvöldi og valt út í skurð.

Stúlkurnar voru fluttar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til skoðunar en fengu að fara heim að henni lokinni.

Bíllinn skemmdist töluvert mikið en hann fór heila veltu og hafnaði á hjólunum ofan í skurði.

Fyrri greinStormur á Suðurlandi
Næsta greinFlutt meðvitundarlaus á sjúkrahús