Elur sæbjúgu á Eyrarbakka

Ásgeir Guðnason fiskeldisfræðingur er í forsvari nokkurra aðila sem hyggjast koma á fót sæbjúgnaeldi á Eyrarbakka og stendur undirbúningur þess yfir af krafti í húsnæði Fiskivers.

Um er að ræða ákveðið tilraunaverkefni með eldi í lágum kerjum á þessu einkennilega skrápdýri sem finna má í sjónum við Íslandsstrendur sem og víðar. Tegundin af sæbjúgunum sem verður ræktuð á Eyrarbakka er hinsvegar japönsk og flutt inn sem klak til eldis hér á landi.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT