Elsti starfsmaður sveitarfélags á Íslandi er 85 ára

Vinnufélagar Mumma héldu veislu fyrir hann á afmælisdaginn. Ljósmynd/fludir.is

Samkvæmt óvísindalegri könnun sem gerð var meðal bæjar- og sveitarstjóra landsins er næsta víst að Guðmundur Karl Guðfinnsson, starfsmaður áhaldahússins í Hrunamannahreppi, sé elsti starfsmaður sveitarfélags á Íslandi – og þó víðar væri leitað.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hrunamannahrepps en Guðmundur Karl, eða Mummi eins og hann er kallaður, fagnaði 85 ára afmæli þann 8. janúar síðastliðinn og af því tilefni héldu vinnufélagarnir kaffiboð honum til heiðurs.

Mummi mætir alla daga í áhaldahúsið og starfar þar í hálfri stöðu. Keyrir mat til þeirra sem þess þurfa og vinnur síðan ýmis þau störf sem til falla í áhaldahúsinu og stofnunum sveitarfélagsins.

„Hann er okkur öllum góð fyrirmynd alla daga og gefur þeim sem yngri eru ekkert eftir,“ segir í fréttinni á vef hreppsins.

Fyrri greinStyrktarsýning listaverka til stuðnings Hinriki Sjørup
Næsta greinValur hafði betur í framlengingu