„Elsku Drífa, viltu gefa okkur stjörnukíki?“

Hópur af skemmtilegum krökkum frá Heklukoti kom í heimsókn á skrifstofu Rangárþings ytra í vikunni ásamt leikskólakennaranum Sigdísi Oddsdóttur til að leggja inn beiðni um að fá stjörnukíki að gjöf frá sveitarfélaginu.

Drífa Hjartardóttir sveitarstjóri tók við formlegri beiðni fyrir hönd sveitarfélagsins en hana má sjá á mynd hér fyrir neðan.

Fyrri greinHálft þriðja þúsund í fjórtán skólum
Næsta greinÞjófar stálu pottum og pönnum