Ellert ráðinn framkvæmda- og umhverfisstjóri

Selfyssingurinn Tómas Ellert Tómasson hefur verið ráðinn framkvæmda- og umhverfistjóri hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.

Starfið var auglýst fyrr í vor og eftir ráðningarferli var niðurstaða bæjarráðs að Ellert yrði fyrir valinu. Hann er þegar kominn til starfa.

Ellert er fæddur 1970 og er byggingaverkfræðingur að mennt með MSCE gráðu í burðarþolsverkfræði. Hann hefur stýrt fjölda verkefna fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.

Ellert hefur undanfarin þrjú ár starfað sjálfstætt en áður var hann framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Árborgar þar sem hann sá um starfsmannahald og leiðbeindi við lausn ýmissa verkefna. Hann hefur einnig þekkingu á stjórnsýslunni, hefur komið að vinnu við umhverfis-og skipulagsmál hjá sveitarfélaginu Árborg og við fjárfestinga-, framkvæmda- og skipulagsmál og einnig fráveituframkvæmdir.

Helstu verkefni framkvæmda- og umhverfisstjóra er yfirumsjón með framkvæmdum, umhverfis- og tæknimálum í sveitarfélaginu. Umsjón með Gagnaveitu Hornafjarðar, rekstur tölvukerfa, vatns- og fráveitu, sorpmál, almannavarnir, umhverfismál s.s. götur og opin svæði.

Fyrri greinFlýtti sér mikið með lögguna á hælunum
Næsta grein„Vinnubrögð margra félaga algjörlega siðlaus“