Ellefu verkefni fengu styrk

Ellefu verkefni af 22 sem sóttu um styrki til Vaxtarsamnings Suðurlands fengu úthlutað samtals 19,1 milljón króna.

Vaxtarsamningur Suðurlands auglýsti í apríl eftir umsóknum vegna styrkja til uppbyggingar klasa og framgöngu rannsókna og þróunar á sviði matvæla, ferðaþjónustu og iðnaðar á Suðurlandi.

Verkefnin sem fengu úthlutað styrkjum eru af ýmsum toga, allt frá framleiðslu á lúpínuseyði til arðsemisrannsókna í hrognavinnslu.

Næsta úthlutun er áætluð í haust og verður umsóknarfrestur auglýstur í september. Þá verða 15 milljónir króna þá til úthlutunar.