Ellefu sækja um skólastjórastarf

Ellefu umsækjendur eru um stöðu skólastjóra við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Arndís Harpa Einarsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu.

Umsækjendurnir eru Anna Sigríður Árnadóttir, Bergljót Kristín Ingvadóttir, Elísabet St. Jóhannsdóttir, Helgi Rafn Jósteinsson, Jóhanna Thorsteinson, Jón Rúnar Hilmarsson, Júlía Guðjónsdóttir, Katrín Ósk Þráinsdóttir, Magnús J. Magnússon, Sigfríður Sigurgeirsdóttir og Þorkell Ingimarsson.

Arndís Harpa hefur verið skólastjóri BES með hléum frá því árið 1996. Ráðning nýs skólastjóra tekur gildi þann 1. ágúst nk.