Ellefu próflausir ökumenn stöðvaðir

Alls voru 279 skráð verkefni hjá lögreglunni á Suðurlandi í liðinni viku. Lögreglan kærði 21 ökumann fyrir hraðakstur í umdæminu.

Þeir sem hraðast óku voru á 137 km/klst hraða, annar við Jökulsárlón og hinn við Kögunarhól.

Skráningarnúmer voru klippt af sex ökutækjum þar sem voru ótryggðar í umferðinni og ellefu ökumenn voru stöðvaðir þar sem þeir höfðu ekki ökuréttindi. Þeir höfðu þá annað hvort verið sviptir þeim, aldrei öðlast þau eða ekki hirt um að endurnýja réttindin.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Stærsta bæjarhátíðin á Suðurlandi, Sumar á Selfossi, fór fram um helgina og gekk hún vel að mati lögreglu.

Fyrri greinValt útaf Biskupstungnabraut
Næsta greinFerðir Strætó raskast