Ellefu í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum

Ellefu framboð bárust í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þrír gefa kost á sér í fyrsta sætið, en prófkjörið fer fram þann 10. september næstkomandi.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sæk­ist áfram eft­ir fyrsta sæt­inu. Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gefur kost á sér í fyrsta sætið og það sama gerir Páll Magnús­son, fyrr­ver­andi út­varps­stjóri. Þá gef­ur Árni Johnsen, fyrr­ver­andi alþingismaður, kost á sér í eitt þriggja efstu sætanna.

Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður á Hvolsvelli, býður sig fram í 2. sætið og Vilhjálmur Árnason alþingismaður í það þriðja. Brynjólfur Magnússon, 28 ára lögfræðingur frá Þorlákshöfn, gefur kost á sér í 5. sæti.

Frambjóðendur í Suðurkjördæmi í stafrófsröð:

Árni Johnsen

Ásmundur Friðriksson

Bryndís Einarsdóttir

Brynjólfur Magnússon

Ísak Ernir Kristinsson

Kristján Óli Níels Sigmundsson

Oddgeir Ágúst Ottesen

Páll Magnússon

Ragnheiður Elín Árnadóttir

Unnur Brá Konráðsdóttir

Vilhjálmur Árnason

Fyrri greinSigurmark gestanna í uppbótartíma
Næsta greinTvær konur í vanda á Fimmvörðuhálsi