Ellefu athafnalóðir í fyrsta áfanga

Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri, tók fyrstu skóflustunguna. Ljósmynd/GOGG

Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps tók í síðustu viku fyrstu skóflustungu á nýju athafnasvæði við Sólheimaveg.

„Það er virkilega gleðilegt að þetta verkefni sé komið af stað en borið hefur á aukinni eftirspurn eftir athafnalóðum á svæðinu og við lítum á þetta sem mikilvægan þátt í að styrkja atvinnulíf og styðja við jákvæða byggðaþróun í sveitarfélaginu,“ sagði Iða Marsibil í samtali við sunnlenska.is.

Deiliskipulag svæðisins tók gildi á vormánuðum og var jarðvinna og gatnagerð boðin út í kjölfarið en Suðurtak átti lægsta tilboðið. Verklok eru áætluð í nóvember og er stefnt er á úthlutun lóða í október.

Svæðið í heild sinni telur 52 lóðir á um 23 hektara svæði en í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 11 lóðum.

Fyrri greinStórfróðlegar umræður og fjöldi ábendinga
Næsta greinAlltaf jafn gaman í réttunum