Elísa ráðin forstöðumaður

Elísa Elíasdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Héraðsbókasafns Rangæinga sem staðsett er á Hvolsvelli frá 1. september næstkomandi.

Elísa er gift Magnúsi Benónýssyni og saman eigu þau fjögur börn. Hún er með BA gráðu í bókasafns- og upplýsingafræðum með safnfræði sem aukafag.

Elísa hefur starfað á bókasafni Vestmannaeyja frá árinu 2009, hún hefur einnig séð um heimasíðu bókasafnsins.

Fyrri greinÍvar Greifi tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn
Næsta greinAlvarleg bilun í Rimakoti