Elínborg Erla dúxaði í garðyrkjuskólanum

Ljósmynd/Aðsend

Brautskráning nemenda af garðyrkjubrautum Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi fór fram í Hveragerðiskirkju laugardaginn 30. maí síðastliðinn.

Stór hópur fagnaði tímamótunum þótt hafa þurfti takmörk á fjölda gesta og hugað var að sóttvörnum. Björgvin Örn Eggertsson brautarstjóri stýrði athöfninni og flutti Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor og Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri ávörp. Nemendum var óskað góðs gengis og velfarnaðar og einkar ánægjulegt að kveðja flottan hóp sem á framtíðina fyrir sér í garðyrkju á Íslandi, þar sem tækifærin eru mikil í dag.

Við athöfnina söng Einar Clausen nokkur vel valin lög við undirleik Jóns Kristófers Arnarsonar, kennara, á gítar og Ingólfs Guðnasonar, brautarstjóra, á bassa. Nemendur útskrifuðust af sex brautum og voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur á hverri braut fyrir sig.

Af blómaskreytingabraut hlaut Íris Hildur Eiríksdóttir verðlaun fyrir bestan árangur. Steinunn Gunnlaugsdóttir af garð- og skógarplöntubraut. Elínborg Erla Ásgeirsdóttir af braut lífrænnar ræktunnar matjurta. Linda María Traustadóttir af ylræktarbraut. Níels Magnús Magnússon af skóg- og náttúrubraut og Benedikt Örvar Smárason af skrúðgarðyrkjubraut.

Dúx garðyrkjuskólans að þessu sinni var Skagfirðingurinn Elínborg Erla Ásgeirsdóttir með einkuninna 9,64 og hlaut hún bókagjöf frá skólanum.

Dúxinn Elínborg Erla Ásgeirsdóttir ásamt Guðríði Helgadóttur, starfsmenntanámsstjóra. Elínborg Erla útskrifaðist af braut lífrænnar ræktunnar matjurta. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinHef alltaf verið A manneskja
Næsta greinTveir erlendir leikmenn í Selfoss