Elín kjörin kapteinn Pírata

Stofnfundur Pírata í Suðurkjördæmi var haldinn að Þingborg í Flóa fyrir skömmu. Félagið er landshlutafélag, sem nær frá Suðurnesjum, austur til Hafnar í Hornafirði.

Í tilkynningu segir að á fundinum hafi farið fram umræður og kosningar um lög félagsins, og var niðurstaðan sú að hafa varnarþing þess á Selfossi.

Elín Finnbogadóttir, starfsmaður verkefnisins Bókabæirnir á Suðurlandi var kjörinn kapteinn. Elín er ekki ókunn stjórnmálum því hún skipaði fjórða sæti á lista VG í sveitarstjórnarkosningum í Árborg í fyrravor.

Með henni í stjórn eru þeir Sigurður Á. Hreggviðsson, Valgeir Valsson, Þórólfur Júlían Dagsson og Jack Hrafnkell Daníelsson. Varamenn eru Kristinn Ágúst Eggertsson og Hrafnkell Brimar Hallmundsson.

Fyrri grein„Við eigum helling inni“
Næsta greinGáfu 300 þúsund í Sjóðinn góða