Elín kjörin kapteinn Pírata

Stofnfundur Pírata í Suðurkjördæmi var haldinn að Þingborg í Flóa fyrir skömmu. Félagið er landshlutafélag, sem nær frá Suðurnesjum, austur til Hafnar í Hornafirði.

Í tilkynningu segir að á fundinum hafi farið fram umræður og kosningar um lög félagsins, og var niðurstaðan sú að hafa varnarþing þess á Selfossi.

Elín Finnbogadóttir, starfsmaður verkefnisins Bókabæirnir á Suðurlandi var kjörinn kapteinn. Elín er ekki ókunn stjórnmálum því hún skipaði fjórða sæti á lista VG í sveitarstjórnarkosningum í Árborg í fyrravor.

Með henni í stjórn eru þeir Sigurður Á. Hreggviðsson, Valgeir Valsson, Þórólfur Júlían Dagsson og Jack Hrafnkell Daníelsson. Varamenn eru Kristinn Ágúst Eggertsson og Hrafnkell Brimar Hallmundsson.