Elín Heiða og Samúel í stjórn LK

Kosningum til stjórnar Landsambands kúabænda er nú lokið og hlutu tveir sunnlenskir bændur kosningu í stjórn.

Elín Heiða Valsdóttir í Úthlíð í Skaftártungu fékk 28 atkvæði og Samúel Unnsteinn Eyjólfsson í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi 27 atkvæði. Með þeim í stjórn eru Bessi Freyr Vésteinsson, í Hofsstaðaseli í Skagafirði, Pétur Diðriksson á Helgavatni í Þverárhlíð og Arnar Árnason, formaður á Hranastöðum

Bóel Anna Þórisdóttir á Móeiðarhvoli í Rangárþingi ytra er annar varamanna í stjórn og kjörbréfa- og uppstillingarnefnd gerði tillögu um að Borghildur Kristinsdóttir í Skarði í Landssveit verði annar skoðunarmaður reikninga.

Fyrri greinSelfoss enn án stiga
Næsta greinFimm sækja um Eyrarbakkaprestakall