Elín Björg endurkjörin

Elín Björg Jónsdóttir, sem er búsett í Þorlákshöfn, var endurkjörin formaður BSRB í dag með 212 atkvæðum gegn 12.

Jónas Engilbertsson strætóbílstjóri og stjórnarmaður í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar var í framboði gegn henni.

Elín Björg tók við formennsku af Ögmundi Jónassyni, núverandi innanríkisráðherra, fyrir þremur árum.