Elfa Dögg og Tómas opna nýjan veitingastað á Selfossi

Elfa og Tómas ásamt Ívari frá Festi. Ljósmynd/Aðsend

Elfa Dögg Þórðardóttir og Tómas Þóroddsson undirituðu í dag leigusamning við Festi ehf um húsnæðið að Austurvegi 1-5 sem áður hýsti veitingastaðinn Yellow.

Þau hyggjast opna veitingastaðinn Vor í byrjun júlí þar sem boðið verður upp á hollustu skyndibita, meðal annars ferska safa, shake, samlokur, salat og fleiri ljúffenga rétti.

Elfa Dögg á og rekur bæði Frost og funa og Skyrgerðina í Hveragerði og Tómas á og rekur Kaffi krús á Selfossi.

Tómas sagðist aðspurður hlakka mikið til að vinna með Elfu Dögg, en saman eru þau með áratuga reynslu í veitingageiranum. Undirbúningur að opnunni gengur vel og sagði Elfa Dögg að nú væri verið að leita að starfsfólki. Sandra Jónsdóttir hefur verið ráðin sem verslunarstjóri.

Fyrri greinLilja ráðin kynningarfulltrúi og Þuríður atvinnufulltrúi
Næsta greinBrúarsmíði í beinni útsendingu