Elfa Dögg heldur áfram í bæjarráði

Elfa Dögg Þórðardóttir mun áfram sitja í bæjarráði Árborgar en hætta sem formaður framkvæmda- og veitustjórnar.

Þetta var staðfest á bæjarstjórnarfundi nú síðdegis. Í samtali við sunnlenska.is í hádeginu í dag sagði Elfa Dögg að hún myndi einnig hætta í bæjarráði en nú hefur hún horfið frá þeirri ákvörðun.

Eyþór Arnalds verður formaður skipulags- og byggingarnefndar í stað Gunnars Egilssonar sem tekur við formennsku í framkvæmda- og veitustjórn af Elfu Dögg.