Eldvirknin stöðug í Grímsvötnum

Eldvirkni í Grímsvötnum hefur verið stöðug frá því eftir hádegi í gær. Gosmökkurinn hefur verið í 5-7 km hæð.

Mökkurinn er vart sjáanlegur á gervitunglamyndum vegna veðuraðstæðna, en sjá má lágskýja öskuský sunnan af landinu. Engar eldingar hafa verið skráðar síðan kl. 4:30 í morgun.

Mikið öskufall hefur verið skráð á láglendi sunnan og suðvestan af Vatnajökli. Búast má við talsverðu öskufalli allvíða suðaustanlands. Fréttir hafa borist af öskufalli allt frá höfuðborgarsvæðinu að Tröllaskaga á norð-austanverðu landinu. Aska í lofti í Reykjavík er sjáanleg en er greinilega að þynnast. Svifryksmælir á Raufafelli er kominn í lag: http://kort.vista.is/

Veðurspá
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir norðlægum áttum 23. maí, 10-18 m/s, hvassast með A-ströndinni. Slydda eða snjókoma NA- og A-lands, slydduél eða él á norðvestaverðu landinu, en annars úrkomulaust. Búast má við talsverðu öskufalli allvíða suðaustanlands.

Fyrri greinTveimur fjórhjólum stolið
Næsta greinHvasst undir Eyjafjöllum