Eldur við Óskaland – Engin röskun á skólastarfi

Eldur kom upp í ruslagámi við leikskólann Óskaland í Hveragerði um klukkan hálf tvö í nótt. Vindátt var óhagstæð svo að hætta var á að eldurinn læstist í húsinu.

Betur fór en á horfðist en rúða sprakk í leikskólanum og barst sót og reykur inn í hann.

Á heimasíðu Hveragerðis kemur fram að engin röskun verður á skólastarfi og verður leikskólinn opinn á morgun eins og til stóð.

Fyrri greinTvö útköll á fyrsta klukkutíma ársins
Næsta greinErill hjá lögreglu