Eldur við Félagslund

Slökkviliðið á Selfossi var kvatt að félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi á tólfta tímanum í kvöld, þar sem eldur logaði í girðingu bak við félagsheimilið.

Þegar slökkviliðið kom á staðinn kom í ljós að eldurinn hafði kviknað í ruslagámi sem brunnið hafði til ösku og eldurinn borist í grindverkið.

Enginn var í Félagslundi þegar eldsins varð vart og er talið líklegt að kviknað hafi í útfrá rusli sem hent var í gáminn fyrr í dag eða kvöld.

Allt tiltækt lið var kallað út auk þess sem slökkviliðsmenn á Stokkseyri komu með tankbíl á staðinn. Slökkvistarf gekk hratt fyrir sig.

Fyrri grein„Pétur búinn að pína okkur í allan vetur“
Næsta greinFjórir íbúafundir í dag